Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Sagan um Hróa hött
17.6.2009 | 20:54
Bankinn fékk ekki lyklana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað gerir fjármagnseigendur svona heilaga í augum þjóðfélaga?
17.6.2009 | 07:56
Við leggjum þjóð að veði fyrir þá, hverjir eru þeir?
Við virðumst alltaf ganga útfrá að þetta séu peningar sem heiðarlega og samviskusamlega sé unnið til. Er eitthvað sem sérstaklega bendir til þess að svo sé?
Er það venjulegt fólk sem af heiðarleika vinnur fyrir innkomu sinni sem stekkur til innan 4 mánaða til að tryggja sem allra hagstæðustu vaxtaprósentu mögulega á fjármagni sínu? Sem ætlast til allra mesta gróða með allra minnstu fyrirhöfn?
Réttur skuldara hefur aldrei verið jafn lítill og jafn auðvelt að troða á honum. Hver er ábyrgur því? Samfara því hefur réttur fjármagnseiganda aldrei verið jafn mikill. Hver er að troða á hverjum hérna?
Hversvegna eru þjóðfélög að kúga hvert annað til að verja fjármagnseigendur?
Hversvegna eru ríkisstjórnir að kúga skuldara til að greiða allar sínar skuldir sama hvað meðan hlupið er til og bjargað fjármagnseigendum með beinum fjárhagslegum inngripum.
Hvar er ábyrgð fjármagnseiganda?
Hvað varð um siðferðið sem liggur að baki heiðarlegum viðskiptum?
Hver sá sem kemur að Icesave er að semja um málið á siðferðislegum grundvelli?
Ef valið stæði milli siðferðis og þess sem lagalega stendur á pappírssnifli hvað myndum við velja?
Gátu ekki stöðvað Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)