Góður samningur?
29.4.2009 | 12:26
Þjóðin virðist klofin í afstöðu sinni til hvort Ísland eigi að ganga í ESB eður ei. Meirihluti virðist þó þess skoðunar að sækja eigi um aðild og sjá hvað er í boði. Nýkosin meirihlutastjórn er einnig klofin í afstöðu sinni og virðist því endurspegla álit þjóðarinnar. Mér þykir þetta góð staða. Flest bendir til að aðildarumræður munu hefjast á einn eða annan hátt þetta kjörtímabil þar sem annar stjórnarflokkurinn stendur sterklega með slíkum umræðum og hinn ber lýðræði og þjóðarvilja þungt á vogarskálum sínum og virðir stöðu sína sem umboðsmaður allrar þjóðarinnar, ekki eingöngu sinna flokks- og fylgimanna. Með þessa umboðsmenn tel ég að bæði ákveðinn vilji og tortryggni verði til staðar sem er góðs viti í samningarumleitunum. Einnig tel ég að séð verði betur til þess að þjóðin verði vel upplýst um kosti og galla þess að ganga inn í sambandið og getur í ljósi þess gefið upplýst samþykki sitt fyrir inngöngu eður ei.
![]() |
Viðræður halda áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.