Hvað gerir fjármagnseigendur svona heilaga í augum þjóðfélaga?

Við leggjum þjóð að veði fyrir þá, hverjir eru þeir?

Við virðumst alltaf ganga útfrá að þetta séu peningar sem heiðarlega og samviskusamlega sé unnið til.  Er eitthvað sem sérstaklega bendir til þess að svo sé?

Er það venjulegt fólk sem af heiðarleika vinnur fyrir innkomu sinni sem stekkur til innan 4 mánaða til að tryggja sem allra hagstæðustu vaxtaprósentu mögulega á fjármagni sínu?  Sem ætlast til allra mesta gróða með allra minnstu fyrirhöfn?

Réttur skuldara hefur aldrei verið jafn lítill og jafn auðvelt að troða á honum.  Hver er ábyrgur því?  Samfara því hefur réttur fjármagnseiganda aldrei verið jafn mikill.  Hver er að troða á hverjum hérna?

Hversvegna eru þjóðfélög að kúga hvert annað til að verja fjármagnseigendur?

Hversvegna eru ríkisstjórnir að kúga skuldara til að greiða allar sínar skuldir sama hvað meðan hlupið er til og bjargað fjármagnseigendum með beinum fjárhagslegum inngripum.

Hvar er ábyrgð fjármagnseiganda?

Hvað varð um siðferðið sem liggur að baki heiðarlegum viðskiptum?

Hver sá sem kemur að Icesave er að semja um málið á siðferðislegum grundvelli?

Ef valið stæði milli siðferðis og þess sem lagalega stendur á pappírssnifli – hvað myndum við velja?


mbl.is Gátu ekki stöðvað Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Einarsson

Ég reikna með að þú værir nú ekki að tapa öllum þeim sparnaði sem að þú hefur unnið fyrir og sett inná sparibók hjá IceSave, er það? Það eru jú þessir peningar sem að bankinn notar svo til þess að veita lán til annara aðila. Svo siðferðislega séð þá hlýtur sá sem að setti sinn pening inná sparibók að vera í rétti umfram þann sem að tók lán, eða ertu ósammala því?

Ef að um áhættufjárfestingar væri að ræða, þá horfir málið auðvitað allt öðru vísi við en það hefur hvergi komið fram að um slíkt hafi verið að ræða.

Stefán Einarsson, 17.6.2009 kl. 08:10

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Eignarrétturinn er heilagur og verndaður í stjórnarskrá flestra landa og í mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.  Réttur skuldara er enginn þeir eiga aðeins að borga og ef þeir borga ekki má ganga á allar þeirra eignir.  Svona er nú þessar bláköldu staðreyndir.  Gamla Sovét var auðvita paradís skuldara með rétt sambönd!  Við höfum nú alltaf verið svolítið svag fyrir mörgu í gömlu góðu Sovét, ekki satt!

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.6.2009 kl. 08:25

3 identicon

Óskup venjulegt fólk var meðal innistæðueigenda Icesave útibúanna, eins og ég hélt alla vita.

Sjálf þekki ég t.d. ungan Englending sem seldi hús sitt í Englandi og setti andvirðið inn á Icesave reikninginn þegar hann og kærasta hans ákváðu að flytja til Ítaliu og kaupa þar hús. Hún seldi sína íbúð í Hollandi og setti aurinn inn á Icesave reikning þar. Húsaleitin á Ítalíu gekk fljótt og vel og þau skrifuðu undir kaupssamning en þegar senda átti greiðsluna reyndust Icesave reikningarnir þeirra lokaðir svo þau fengu á sig sekt fyrir að standa ekki við  húsakaupssamninginn, misstu náttúrulega af húsinu, stóðu uppi auralaus og íbúðarlaus og atvinnulaus því þau sögðu upp störfum til að undirbúa flutninginn og sitt nýja líf á Ítalíu.

agla (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 08:43

4 Smámynd: Auður Halldórsdóttir

Já Stefán, gott innlegg.  Ég set samt spurningarmerki við að það sé mismunur á réttindum lánveitenda og lántakara, hversvegna á mismunur að vera þar á, hvað er svona heilagt við það að eiga peninga?  Greinin var ekki skrifuð persónulega, en persónulega myndi ég aldrei krefjast þess að innistæðueign sem ég tapa yrði sett á ábyrgð einhvers sem ekkert hafði með mín bankaviðskipti að gera.  Persónulega telst ég hvorki til fjármagnseiganda eða skuldara (lánsöm þar) en ég finn til með fólki í landinu og vill búa börnum mínum þau skilyrði sem þau eiga rétt á.

Sammála Andri, lagabókstafurinn er einmitt það sem ég er að setja út á.  Hversu heilagur á hann að vera.  Er ekki hvort eð er alltaf hægt að snúa útúr honum fyrir rétti.

Mér finnst þetta sorgarsaga Agla.  Ég vona að bjartari framtíð horfi við fyrir þessum hjónakornum.  Ég skil samt ekki hversvegna fjölskylda á Íslandi, sumar hverjar sem eru í sömu stöðu, eiga að standa kostnað af óförum þeirra.  Hvað gerðu þær rangt til að eiga skilið að þurfa að standa undir þessum kostnaði?  Það voru ekki allir sem kusu Framhaldsflokkin og Sjálfstæðismenn.  Hversvegna getur fólk sem hefur lent í því að missa innistæður sitt leitað á fólk sem hefur ekkert með þau viðskipti að gera og krafist þess að þau borgi tap sitt fyrir þau?  Ég veit að persónulega eru þessi hjón ekkert að sækjast um það en á heildina litið kemur dæmið þannig út.

Persónulega finnst mér 2.6 milljónir að meðaltali vera hátt Einar, en ég er samsinnt því að það má deila um það.  Það sem ég er að benda á í færslu minni er að rétturinn er almennt alltaf í höndum fjármagnseiganda og endalaust virðist mega troða á skuldaranum.  Engin lög virðist vera á það sett hversu mikla peninga má krefjast þess að skuldari í vanskilum reiði fram, og þær upphæðir eru ekki í neinum takti við það sem skuldin hljóðar uppá.  Eins og staðan er núna virðist það almennt vera fólkið sem hefur sópað peningum að sér með allskonar klækjum og klóindum sem mest er verið að vernda.  Auðvitað er heiðarlegt fólk meðal þeirra sem eiga fjármagn en það eru fjöldamargir heiðarlegir skuldarar líka og á þeirra réttindum er verið að troða.

Auður Halldórsdóttir, 17.6.2009 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband